Staksteinar Davíðs: RÚV í Efstaleyni?

Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og borgarstjóri er ritstjóri Morgunblaðsins.

Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, vandar Ríkisútvarpinu (RÚV) ekki kveðjurnar í Staksteinum í Morgunblaðsins í dag.

Hann sakar ríkisfjölmiðilinn um leynd og ógagnsæi, skattasniðgöngu og möguleg lögbrot, m.a. vegna þess hvernig stofnunin skirrist við að birta nöfn umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra.

Einnig talar nefnir hann skattasniðgöngu stofnunarinnar, sem hefur enn ekki stofnað dótturfélag utan um aðra starf­semi en fjöl­miðlun í al­mannaþágu, eins og fram kom í úttekt Ríkisendurskoðunar.

Staksteinar í dag:

„Rík­is­út­varpið fór í sam­kvæm­is­leik á vef sín­um á föstu­dag und­ir fyr­ir­sögn­inni Hverj­ir sækja um stöðu út­varps­stjóra? Þar kom fram að um­sókn­ar­frest­ur um stöðuna rynni út í dag, mánu­dag, ýmis nöfn hefði borið á góma og að rík­is­frétta­stof­an hefði náð tali af sum­um mögu­leg­um lyst­haf­end­um.

Þá kom fram að stjórn stofn­un­ar­inn­ar hefði ákveðið að birta ekki lista yfir um­sækj­end­ur. Rík­is­frétta­stof­an virt­ist telja þetta al­veg sjálfsagt og sá ekki ástæðu til að spyrja út í lög­mæti þeirr­ar ákvörðunar að halda um­sækj­end­um leynd­um. Morg­un­blaðið gerði það hins veg­ar og birti svör sitj­andi út­varps­stjóra um helg­ina.“

Skattasniðganga, leynimakk og lögbrot

“Þau voru ekki sann­fær­andi. Þetta leyni­makk og mögu­legt lög­brot kem­ur þó ekk­ert á óvart og er aðeins fram­hald af hegðun stofn­un­ar­inn­ar, sem fel­ur sig á bak við „ohf.“ þegar hent­ar og brýt­ur þau lög sem henni eru ekki þókn­an­leg. Stofn­un­in hef­ur til dæm­is fjár­magnað sig með út­gáfu skráðra skulda­bréfa og hef­ur notað það sem rök fyr­ir því að halda fjár­hags­upp­lýs­ing­um frá lands­mönn­um, eig­end­um sín­um.

Stofn­un­in hef­ur sýnt yf­ir­gang á aug­lýs­inga­markaði og stundað skattasniðgöngu með því að neita að stofna dótt­ur­fé­lag, eins og al­ræmt er orðið. Og nú neit­ar stofn­un­in að gefa upp nöfn um­sækj­enda með þeim rök­um að fari hún að upp­lýs­inga­lög­um fái hún ekki hæfa um­sækj­end­ur. Hversu langt þarf Rúv. að ganga til að ganga fram af stjórn­völd­um, þingi og þjóð?“