Stefán Einar: Breyta þarf vinnustaðamenningu RÚV drastískt

Stefán Einar Stefánsson, ritstjóri Viðskiptamoggans.

„Ummælin eru aðeins staðfesting á því að það þarf að fá almennilegan stjórnanda inn í hið opinbera hlutafélag og þar þarf að breyta vinnustaðamenningunni með drastískum hætti,“ sagði Stefán Einar Stefánsson, viðskiptasiðfræðingur og ritstjóri Viðskiptamoggans á facebook í gær.

Tilefnið var facebook-færsla Eiríks Guðmundssonar, dagskrárgerðarmanns Ríkisútvarpsins (RÚV), vegna vangaveltna um það hver verður valinn næsti útvarpsstjóri, en í umræðunni þótti m.a. koma til greina Svanhildur Hólm Valsdóttir, sjálfstæðismaður og aðstoðarmaður fjármálaráðherra.

Stefán Einar kallar hann „vanstilltan“ og segir:

„Að samstarfsfólk mannsins hafi ekki andmælt þessari viðurstyggilegu hótun segir margt um „ástandið“ þarna inni.“

Ekki sé minni þörf á að losa Efstaleitið úr klóm „pólitískra vinstri-agenta“, en hjá Boris Johnson í stjórnkerfinu í Bretlandi nú eftir kosningarnar þarlendis.