Sterkir frambjóðendur hjá Pírötum

Kjartan Jónsson pírati.

Útlit er fyrir nokkra nýliðun í röðum Pírata, þar sem sitjandi þingmenn hverfa nú af vettvangi. Athygli vekur að tveir mjög öflugir frambjóðendur hafa gefið kost á sér fyrir flokkinn undanfarna daga og bendir það til þess að flokkurinn gæti átt möguleika á ágætri útkomu í kosningunum næsta haust.

Annar þeirra sem hér um ræðir er Kjartan Jónsson sem býður sig fram í Reykjavík. Hann gekk í Pírata skömmu eftir stofnun flokksins og hefur verið virkur í starfi flokksins síðan; haldið námskeið um tengslanet, unnið í stefnumótum og skipulagt fundi og uppbyggingu flokksins á landsbyggðinni. Þá hefur hann setið á listum Pírata í síðustu Alþingis- og borgarstjórnarkosningum, setið fyrir Pírata í nefnd um endurskoðun mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar og verið varamaður í mannréttindaráði og fjölmenningarráði.

Kjartan hefur helst látið til sín taka í auðlindamálum og nýrri stjórnarskrá og skrifað ófáar greinar um þau mál, auk þess að fjalla um þau á á málþingum og í lokaritgerð minni í heimspeki. En auk þess hefur hann verið ötull baráttumaður í málum innflytjenda, rekið lengi tungumálaskóla þar sem íslenska er kennd sem annað tungumál.

Hinn kandídatinn er Guðmundur Arnar Guðmundsson, gamalreyndur Pírati og sagnfræðingur búsettur í Reykjanesbæ sem bíður sig fram í prófkjör Pírata í Suðurkjördæmi. Hann situr í stjórn Pírata í kjördæminu og er ritari Pírata í Reykjanesbæ.

Guðmundur Arnar er úr grasrót Pírata eins og Kjartan. Hann hefur verið virkur þátttakandi í starfi Pírata á frá upphafi, sat í kjördæmaráði Pírata í Suðurkjördæmi fyrir Alþingiskosningar 2016, var í 4. sæti á lista Pírata í Reykjanesbæ í sveitastjórnakosningunum 2018, kosinn formaður Framkvæmdastjórnar Pírata sama ár og gegndi þeirri stöðu til haustsins 2020.