Stígur frá biblíutímanum opnaður almenningi í Jerúsalem

Pílagrímaleiðin við undirbúning fyrir opnun. Stéttin er furðu heilleg. Mynd/Stofnun Borgar Davíðs.

Ísraelsk stjórnvöld hafa opnað stíg sem kallaður er „pílagrímsleiðin“, en talið er að sjálfur Jesús Kristur hafi troðið hann fyrir löngu í Jerúsalem. Enn bætir því í fjölmarga staði Borgarinnar helgu, fyrir fólk sem trúir á guð Abrahams, til að heimsækja í Landinu helga. Frá þessu segir Fox News.

Stofnun Borgar Davíðs stóð fyrir opnun þessarar 2000 ára gamla stígs frá rómverskum tíma Jerúsalemborgar. Stígurinn er að hluta inni í göngum. Hann hafi þjónað pílagrímum á leið frá Siloam tjörn sem Hezekiah konungur byggði til Hofs gyðinga. Þar til nýlega var hann gleymdur undir kartöflugörðum, en uppgötvaðist fyrir tilviljun aftur árið 2004 þegar að skólprör sprakk.

Ríkisstjórn Donald Trump fagnaði opnun leiðarinnar, sem fór fram rétt rúmu ári eftir að hann opnaði bandaríska sendiráðið formlega í Jerúsalem, og voru sendiherrar Bandaríkjanna viðstaddir athöfnina.

Áhugasamir geta nú gengið á söguslóðum pílagríma fortíðarinnar, sem þvoðu sér í Siloam tjörn og gengu að því loknu upp að hofinu, er haft eftir talsmönnum Stofnunar Borgar Davíðs. Þau segja uppgötvunina og uppgröftinn einstakan og af „biblíulegri stærðargráðu“, ekki síst fyrir fornleifafræðina. Hægt er að lesa nánar um fundinn og opnunina og skoða myndir hér.