Tæpitungulaus og áttræður Jón Baldvin

Þann 21. febrúar 2019 verður hinn síungi leiðtogi íslenskra jafnaðarmanna, Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi fjármála- og utanríkis­ráðherra, áttræður.

Af því tilefni verður gefin út bókin TÆPITUNGULAUST þar sem hann mun m.a. fjalla um frumkvæði Íslands að stuðningi við sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsþjóða, samningana við ESB um Evrópska efnahagssvæðið (EES) og Norræna módelið sem raunhæfan valkost við auðræði nýfrjálshyggjunnar. 

Það er bókaútgáfan Skrudda sem gefur bókina út og hefur nú gefið velunnurum Jóns Baldvins kost á því að skrá nafn sitt á heillaóskaskrá í tilefni þessara tímamóta og að fá bókina á forlagsverði, eða á kr. 6.000 með sendingarkostnaði. Hægt er að panta verkið hjá útgefandanum á netfanginu skrudda@skrudda.is.