„Þessi borg­ar­stjórn er að hrekja alla í burtu með götu­lok­un­um“

Herrahúsið Adam á Laugavegi 47.

Tímamót eru að verða í verslun í miðborginni með því að Herrahúsið Adam hefur ákveðið að loka verslun sinni á Laugavegi 47 og flytja í Ármúla. Eigandinn hefur fengið nóg af götulokunum borgaryfirvalda, sem bitni mjög á hefðbundinni verslun.

Herrahúsið var stofnað 8. ágúst 1965. Herrahúsið rak fataverksmiðjuna Sportver sem saumaði hin frægu Kóróna föt sem og Adamsons föt, ásamt Lee Cooper gallabuxum. Á blómatíma Herrahússins og Sportvers unnu um það bil 100 manns hjá fyrirtækjunum. Fyrsta íslenska sjónvarpsauglýsingin sem var gerð og birtist á fyrsta degi íslensks sjónvarps var Kóróna jakkafataauglýsing og var Bessi heitinn Bjarnason, leikari, í aðalhlutverki.

Herrahúsið starfrækti þrjá verslanir í Reykjavík og voru þær í Aðalstræti 4, Bankastræti 7 (þar sem Sólón er) og Laugavegi 47, þar sem verslun fyrirtækisins hefur verið rekin um árabil á þremur hæðum.

Eigandinn hefur fengið nóg

.„Þessi borg­ar­stjórn er að hrekja alla í burtu með götu­lok­un­um. Búðin mín hef­ur verið í miðbæn­um frá ár­inu 1965 en nú hef ég fengið nóg og hef ákveðið að flytj­ast annað,“ seg­ir Sverr­ir Berg­mann, eig­andi verslunarinnar í samtali við Morgunblaðið í dag.

Hann seg­ir að fjöl­marg­ar versl­an­ir hafi þurft að flytj­ast á brott síðustu ár sök­um stefnu borg­ar­yf­ir­valda. Þá hafi vænt­an­leg­ar götu­lok­an­ir í miðbæn­um verið kornið sem fyllti mæl­inn.

„Það á að loka öll­um göt­um við Snorra­braut á næsta ári skilst mér auk fleiri breyt­inga. Það er ekki hægt að una við þetta leng­ur,“ seg­ir Sverr­ir og bætir við að borgaryfirvöld hatist við bíla og vilji að fólk sé annað hvort gangandi eða hjólandi.