Þingmenn Miðflokksins biðjast afsökunar á talsmáta sem er óafsakanlegur

Viljanum hefur borist svofelld yfirlýsing frá fjórum þingmönnum Miðflokksins:

Við fjórir þingmenn Miðflokksins sem sátum á hótelbarnum Klaustri í liðinni viku viljum biðja þá sem farið var ónærgætnum orðum um í þeim einkasamtölum sem þar fóru fram einlæglegrar afsökunar.

Það var ekki ætlun okkar að meiða neinn og ljóst má vera að sá talsmáti sem þarna var á köflum viðhafður er óafsakanlegur.

Við einsetjum okkur að læra af þessu og munum leitast við að sýna kurteisi og virðingu fyrir samferðarfólki okkar.

Jafnframt biðjum við flokksmenn Miðflokksins og fjölskyldur okkar afsökunar á að hafa gengið fram með þessum hætti.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Gunnar Bragi Sveinsson
Bergþór Ólason
Anna Kolbrún Árnadóttir