Atkvæðagreiðslu um þjóðaratkvæðagreiðslu vegna orkumálastefnu Evrópusambandsins var felld í kosningakerfi Pírata með 70 atkæðum gegn 49, en alls 119 greiddu atkvæði, en atkvæðagreiðslunni lauk kl. 16.30 í dag.
Kosið var um hvort:
- Setja skuli í þjóðaratkvæðagreiðslu öll lög er tengjast innleiðingu á orkumálastefnu Evrópubandalagsins og þingmönnum beri að fylgja þeirri afstöðu sem þjóðin tekur í slíkri kosningu.
- Þriðji orkupakkinn skv. þingskjali 1237-777, skuli lagður í dóm þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu í kjölfar áreiðanlegrar upplýsingagjafar skv. upplýsingaskyldu stjórnvalda, þar sem:
i) staðreyndir og álitamál eru reifuð með hlutlausum hætti og
ii) allar lagabreytingar sem þarf til innleiðingar orkupakkans skýrðar.
Þingmönnum beri að fylgja þeirri afstöðu sem þjóðin tekur í þjóðaratkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann.
Niðurstöðuna og umræður má sjá hér.