Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir saksóknari verður nýr þingmaður Reykvíkinga með því að Þorsteinn Víglundsson hefur sagt af sér þingmennsku og ákveðið að snúa aftur til starfa í atvinnulífinu.
Þorbjörg var aðstoðarmaður Þorsteins er hann var félagsmálaráðherra. Hún skipaði 2. sætið á framboðslista Viðreisnar í öðru Reykjavíkurkjördæminu í síðustu þingkosningum.
Þorbjörg er lögfræðingur að mennt og starfar nú sem saksóknari hjá Embætti ríkissaksóknara. Hún var áður forseti lagadeildar Háskólans á Bifröst.
Þorbjörg Sigríður er dóttir Gunnlaugs. A. Jónsson guðfræðiprófessors og Guðrúnar Helgu Brynleifsdóttur lögmanns. Hún er fv. eiginkona Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar.