Þörfin fyrir að tala fyrir mannréttindum er engu minni nú en fyrir 70 árum

Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna er 70 ára í dag.

„Mannréttindayfirlýsingin kveður á um margt sem við teljum sjálfsagðan hlut en það var ekki alltaf þannig – og er ekki í dag. Því miður. Þörfin fyrir að tala fyrir mannréttindum er engu minni nú en hún var fyrir sjötíu árum,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra meðal annars í meðfylgjandi ávarpi.