Til upptökur af hálfu verri ummælum þingmanna, segir Arnþrúður á Sögu

Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.

Birting á upptökum af umræðum sex þingmanna undir áhrifum á Klausturbar virðist ætla að draga dilk á eftir sér, því útvarpsstjórinn á Útvarpi Sögu fullyrti í þætti sínum í gær að til séu fleiri upptökur af umræðum þingmanna og þær séu hálfu verri en þær sem birtust í fjölmiðlum undanfarna daga.

Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri Útvarps Sögu fullyrðir að til séu upptökur af ummælum þingmanna síðastliðin 10 ár sem væru hálfu verri en þau sem náðust á upptökur á Klausturbar.

Mátti skilja á Arnþrúði að upptökurnar væru komnar frá þingkonu. Á þeim megi heyra þingkonur tala með sorakjaft um samstarfskonur og menn í þinginu. Hvenær þessar upptökur verða birtar eða af hverjum kom ekki fram.