Ný tvöþúsund kílómetra löng hraðbraut sem liggur frá Evrópu, í gegnum Rússland, alla leið til Kína hefur fengið grænt ljós frá stjórnvöldum ríkja. Frá þessu greinir CNN.
Meridan-hraðbrautin verður um 2.000 km löng og mun liggja meðfram landamærum Kazakhstan. Hún verður þar með stysta landflutningaleið á milli meginlands Evrópu og Kína, er haft eftir rússneska fréttamiðlinum RIA Novosti. Þar segir að Dmitry Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, hafi samþykkt fyrsta hluta verkefnisins, sem verði fjármagnað af einkaaðilum með stuðningi hins opinbera.
Xi Jinping vill efla Kínaverslunina
Verkefnið er metið á um 9,4 milljarða Bandaríkjadala og um 80% þess lands sem þarf fyrir lagningu harðbrautarinnar hefur þegar verið keypt. Hraðbrautin á að bæta samgöngur á milli Evrópu, vesturhluta Rússlands og Mið-Asíu. Verkefnið er eitt af mörgum sem ætlað er að styrkja innviði og bæta samgöngur á svæðinu.
Xi Jinping, forseti Kína, ýtti árið 2013 áætluninni Belti- og braut (e. The Belt and Road Initiative, BRI) úr vör, alþjóðlegri stefnu í styrkingu innviða. Henni er ætlað að byggja hafnir, vegi og lestarsamgöngur í þeim tilgangi að efla verslun Kína í Asíu, Afríku og Evrópu.
Fram hefur komið, að okkur Íslendingum standi til boða að taka þátt í samstarfinu sem gæti komið uppbyggingu samgöngumannvirkja og annarra innviða til góða hér á landi.