Und­ir­lægju­hátt­ur ís­lenskra ráðherra í málinu um orkupakk­ann

Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og borgarstjóri er ritstjóri Morgunblaðsins.

Ýmsu sem engu skiptir eða litlu hefur verið blandað inn í aðdrag­anda ákv­arðana­töku varðandi innleiðingu þriðja orkupakkans í íslensk lög og snýst það tal gjarn­an um það hvort hætta af mál­inu sé á þessu stigi lít­il eða mik­il og hvort Íslend­ing­ar geti fengið að hafa ein­hverja aðkomu að framtíðar­stjórn­un þess þótt loka­orðið sé komið annað. Ekki sé endi­lega víst að þetta eða hitt komi upp í mál­inu og verði vanda­mál.

Þetta skrifar Davíð Oddsson, fv. forsætisráðherra og ritstjóri Morgunblaðsins í Reykjavíkurbréfi blaðsins sem kom út í dag. Hann segir að þetta séu allt „fjasspurn­ing­ar“. Þær spurningar, sem þurfi að svara séu: Er eitt­hvað í þessu máli fyr­ir okk­ur Íslend­inga? Svarið við því er nei. Heim­il­ar stjórn­ar­skrá okk­ar yf­ir­færslu valds í þess­um mála­flokki. Svarið við því er líka nei. Af hverju í ósköp­un­um er þá málið enn að þvæl­ast fyr­ir stjórn­mála­mönn­um hér á landi?

Ekki risið undir traustinu

Davíð var forsætisráðherra þegar Ísland gerðist aðili að Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Hann er ekki hrifinn af öllu því sem gerst hefur í framhaldinu, svo vægt sé til orða tekið. Í raun má túlka orð hans þannig, að hann telji sig illa svikinn.

„Nú er komið á dag­inn að því fer al­gjör­lega fjarri að þeim emb­ætt­is­mönn­um sem treyst var til að halda á hags­mun­um Íslands eft­ir EES samn­ing­inn hafi risið und­ir því. Þeir hafa, eins og frú Thatcher orðaði það fyr­ir löngu flutt sitt rík­is­fang og trúnað. Þeir hafa furðu fljótt tekið að líta á sitt hlut­verk sem smala í hluta­starfi fyr­ir ESB. Er hægt að nefna nokk­ur dæmi um það.

Evrópska efnahagssvæðið EES.


Þetta þýðir að sjálf­sögðu að þeir stjórn­mála­menn sem fylgdu því eft­ir í góðri trú að samþykkja bæri aðild að Evr­ópska efna­hags­svæðinu hafa verið illa svikn­ir. Emb­ætt­is­manna­kerfið hef­ur smám sam­an unnið að því að koma sér upp lög­fræðileg­um álits­gjöf­um sem skrifa upp á hvað sem er í efn­um sem þess­um. Slík­ir sýndu held­ur bet­ur á spil­in sín í Ices­a­ve-mál­inu sæll­ar minn­ing­ar,“ segir Davíð.

„Eng­inn ís­lensk­ur þingmaður sem vitað er um les leng­ur yfir laga­frum­vörp sem hingað ber­ast frá ESB. Enda hvers vegna skyldu þeir gera það? Öllum hlýt­ur að of­bjóða und­ir­lægju­hátt­ur ís­lenskra ráðherra í mál­inu um orkupakk­ann.

Ísland er því að fá aukið hlut­fall af stjórn­un hins dag­lega lífs frá Brus­sel en gert var ráð fyr­ir við samþykkt EES-samn­ing­anna. Og eng­inn hef­ur verið um það spurður.

Og það kór­ón­ar svo ósvífn­ina að þessi óþarfa og óheilla­væn­lega þróun er síðan notuð til að rétt­læta kröfu um inn­göngu Íslands í ESB, þar sem full­veld­is­svipt­ing­in sé hvort sem er þegar orðin svo ríku­leg í hönd­um ís­lenskra emb­ætt­is­manna,“ skrifar Davíð.