Unga fólkið man ekki eftir eyðingarmætti sósíalismans

Daniel Hannan, Evrópuþingmaður íhaldsmanna í Bretlandi. Ljósmynd/Erna Ýr Öldudóttir.

Finnst þér símreikningurinn dýr? Bíddu bara þar til það verður ókeypis. Líkar þér ekki orkufyrirtækin? Bíddu þar til þau verða ríkisrekin. Ertu þreyttur á óstundvísi lestanna? Maður minn, bíddu þar til einhver segir þér frá British Rail.

Staðreyndir lífsins kunna að vera íhaldssamar. En staðreyndir lífsins eru, samkvæmt skilgreiningu, lærðar frekar en fyrirséðar. Ekkert barn fæðist lítill íhaldsmaður, vegna þess að íhaldssemi hvílir á reynslu frekar en kenningum. Með öðrum orðum, sósíalismi hljómar fullkomlega rökréttur þar til maður fær að reyna hann á eigin skinni.

Svona byrjar grein sem breski Evrópuþingmaðurinn Daniel Hannan skrifar í Telegraph í dag, og Viljinn þýddi.

Sósíalismi leiðir til eymdar og volæðis í hvert sinn

Af hverju, þegar öllu er á botninn hvolft, eru tvö fyrirtæki að framleiða það sama þegar hægt er að endurúthluta þeim til samfélagslega nota? Af hverju að láta efnahagslífið raða sér saman um hvippinn og hvappinn, þegar miðstýring gæti útrýmt óhagkvæmni? Af hverju að treysta þeim sem vonast eftir hagnaði, fyrir uppsöfnuðum vitsmunalegum auðlindum í landinu? Þessar spurningar vakna hjá hverri kynslóð.

Í raunveruleikanum leiðir sósíalismi til eymdar og volæðis í hvert skipti sem hann er reyndur. Ég endurtek: Hvert. Einasta. Skipti. En sósíalismi hljómar vel sem óhlutbundin tillaga, í eyrum þeirra sem muna ekki eftir eyðileggingarmætti hans.

Ungt fólk að heimta sósíalisma á ráðstefnu G8 ríkjanna.

Þessi munur á reynslu skýrir að miklu leyti af hverju það er svo mikill mismunur á kjöri flokka eftir aldri. Samkvæmt Bresku hagstofunni, á meðal kjósenda eldri en 70 ára, leiða Íhaldsmenn með 66% á móti Verkamannaflokknum með 10%. Á meðal kjósenda á aldrinum 18 til 29 ára, leiðir Verkamannaflokkurinn Íhaldsmenn með 51% á móti 20%. Þessi munur er auðvitað ekki nýr. Hann hvílir á nokkrum þáttum, þar á meðal foreldrahlutverki, breytingum á fjárhagsstöðu fólks og hugsun. En bilið hefur aldrei verið svo breitt og ástæðan virðist skýr. Ungt fólk man ekki eftir sósíalisma í framkvæmd.

Þjóðnýting er 20. aldar brjálæði – en ekki spennandi nýjung

Fólk yngra en 29 ára man ekki hvenær Evrópu var skipt upp með múr, skipuðum vörðum, hundum og vörðum jarðsprengjum, byggðum til að koma í veg fyrir að fólk flýði frá miðstýrðum hagkerfum, yfir til hinna frjálsu. Þau átta sig ekki á að sérhver vinstri ríkisstjórn – án undantekninga – hefur skilið eftir sig meira atvinnuleysi en þegar hún tók til starfa. Unga fólkið er, með öðrum orðum, að meta sósíalisma hugmyndafræðilega, en ekki út frá reynslunni.

Ef þú heyrðir að Jeremy Corbyn ætlaði að þjóðnýta fjarskiptafyrirtækin, yrði fyrsta hugsunin sú, að það tók óratíma fyrir hið ríkisrekna fjarskiptafyrirtæki setja upp ljósleiðara. Það er rétt, en þá ertu líklega eldri en 50 ára. Fyrir hópinn sem hugsar „Jeremy Corbyn er æðislegur“ er þjóðnýting ekki þreytandi 20. aldar brjálæði, heldur spennandi nýjung.

Corbyn veit þetta, og þess vegna ætlar að keyra landið í þrot – í bókstaflegri merkingu. Áætlun hans nú, er næstum tvöfalt dýrari en villtasta vinstri áætlunin sem hann lagði til árið 2017. En tölurnar sem hann leggur fram eru ófullnægjandi. Þær innifela ekki kostnaðinn við þjóðnýtingu vatns, orku, járnbrautanna, póstþjónustunnar og fjarskiptanna.

Enginn gerði ráð fyrir að Jeremy Corbyn yrði tekinn alvarlega

Fyrir tveimur árum voru útgjaldaáætlanir Verkamannaflokksins ekki metnar nógu ítarlega. Á undarlegan hátt nutu Corbyn og Donald Trump góðs af álíka ósamhverfri umfjöllun. Báðir voru ekki teknir alvarlega sem frambjóðendur. Enginn gerði ráð fyrir að þeir yrðu teknir alvarlega.

Niðurstaða? Nægilega margir kjósendur heyrðu loforðin, en ekki greininguna á þeim. Flestir vissu til dæmis að Jezza bauðst til að afnema skólagjöld. Næstum enginn spurði hvar hann myndi fá 11 milljarða punda sem það kostar að gera það.

Stefnumótendur Verkamannaflokksins láta sér það í léttu rúmi liggja. Áætlunum þeirra verður enn á ný vísað frá sem fáránlega dýrum, en þeir munu ekki svara þeirri gagnrýni. Í staðinn munu þeir kalla það, eins og Corbyn gerði í vikunni, „eiginhagsmuni hinna ríku og valdamiklu“. Sumir munu trúa þessu, að þeirra mati, og sumir munu trúa gagnrýnendum. En fjöldi fólks í hverjum flokki mun ekki nenna að hugsa um hvort stefnumálin kosti 50 milljarða punda eða 1 milljarð punda í framkvæmd.

Þess vegna er ýktasta sósíalíska áætlunin lögð fyrir breska kjósendur meirihlutaflokks. Verkalýðsflokkurinn mun herja á viðskiptalífið, hækka fyrirtækjaskatta, fjármagnstekjuskatt og stimpilgjöld. Það mun setja eignarnámsáætlun í framkvæmd, þar sem hald verður lagt á séreignalífeyri, einkaskóla, heimili og 10% af stærri fyrirtækjum. Hann mun auka útgjöld til nokkurn veginn alls, allt frá bótum til umhverfismála. Stefna flokksins er lítil rauð bók með stórum, rauðum verðmiða.

Fjármagnið flýr Marxískar stjórnir og ofurskattlagningu

Trúir einhver raunverulega á að allt þetta verði greitt af fólki með tekjur yfir 80.000 pund? Jafnvel þó að hátekjufólk staldri við og bíði eftir að verða skattlagt – jafnvel þó að enginn ákveði að hætta að vinna, flytjast á brott eða stytta vinnutímann sinn – þá er hvergi nærri nóg af peningum til hjá ríkustu fimm prósentunum til að borga fyrir þessa stórkostlegu stækkun ríkisbáknsins. Talan 80.000 pund er gripin úr lausu lofti – hugsanlega til að þóknast þingmönnum Verkamannaflokksins, en laun þeirra eru 79.468 pund.

Fjármagnshöft yrðu óhjákvæmileg því fólk myndi bregðast við kosningu Marxistastjórnar með því að flytja eignir sínar á brott. John McDonnell hefur áður að hann myndi „gera áætlun“ til að takast á við „áhlaup á pundið“. Fyrstu áhrifin sem ungt fólk myndi upplifa eftir kosningasigur Corbyn væri, að geta ekki átt erlenda gjaldmiðla – áminning um að sósíalismi færir þvinganir og fátækt.

Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hefur kallað áætlanir Verkamannaflokksins „ótrúverðugar“. Vinstri félagsskapurinn Momentum kallar þær „ótrúlegar“. Of satt, félagar. Ég vona bara að landið endi ekki með að þurfa að draga dýran lærdóm af þeim.