Nick Sandmann, kaþólski framhaldsskólaneminn frá Covington, hefur gert sátt við CNN eftir að hafa stefnt fjölmiðlinum fyrir að hafa dregið persónu hans í svaðið með fölskum ásökunum í fyrra. Frá þessu greinir The Daily Wire, og Sandmann tilkynnti sjálfur um það í tísti:
„CNN samþykkti á þriðjudag uppgjör við kaþólska námsmanninn Nick Sandmann frá Covington,“ greindi Fox 19 frá. „Fjárhæðin var ekki gerð kunn meðan á skýrslutöku stóð í dómshúsinu í Covington.“
Sandmann höfðaði einnig mál á hendur The Washington Post og NBC Universal, hvort um sig fyrir 250 milljónir dollara eða meira, og ætlar að sögn að „lögsækja Gannett, eigendur The Enquirer.“
Lögmenn Sandmann, Todd McMurtry og Lin Wood, höfðuðu mál fyrir 275 milljónir dala gegn CNN í mars á síðasta ári, fyrir héraðsdómi í Austur- Kentucky.
Fóru fram með lygar og tilbúning þrátt fyrir loforð um staðreyndir
„CNN var líklega grimmari í beinum árásum sínum á Nicholas en The Washington Post. Sjónvarpsútsendingar CNN ná inn á heimili milljóna manna“, sagði Wood við Mark Levin hjá Fox News í fyrra. „CNN þoldi ekki að sjá ungan dreng með MAGA-húfu. Svo þeir réðust á hann. “
„Þeir fóru fram gegn Nicholas með þær sakir að hann væri hluti af múg sem réðst að svörtu hebresku Ísraelsmönnunum og hrópað að þeim rasísk ókvæðisorð. Það var ósatt“, hélt Wood áfram. „Nú segistu hafa séð upptökuna; ef þú hefur gefið þér tíma til að skoða fullt samhengi þess sem gerðist um daginn, gerði Nicholas Sandmann nákvæmlega ekkert rangt. Hann var, eins og ég hef sagt við fleiri, eini maðurinn sem hagaði sér vel. “
Í viðtali á Fox News í fyrra sagði McMurtry við fréttamanninn Söndru Smith: „Já, CNN auglýsir sig sem fréttamiðil sem fer fyrst og fremst með staðreyndir. Við teljum að fréttir þeirra af málinu fyrst og fremst verið lygar; í öðru lagi yfirhylming, auk ósannaðra fullyrðinga. Munurinn á þessari málsókn og hinni sem við höfum höfðað, er að CNN er meiriháttar fjölmiðill með mun víðtækari dreifingu en t.d. Washington Post. CNN er með 41 milljón fylgjendur á Twitter, birti fjögur myndbönd og níu fréttir á netinu sem var tíst áfram. Þannig að það eru margar milljónir endurtekninga á lygum og ósannindum sem CNN dreifði.“
Ungur maður með óflekkað mannorð sem ekki fæst aftur
„Við höfum rætt nokkrum sinnum um áhrifin á Nicholas Sandmann, og þau eru veruleg,“ hélt McMurtry áfram. „Nicholas Sandmann var 16 ára gamall maður með óflekkað mannorð. Hann var elskaður af foreldrum sínum, virtur í skólanum sínum og átti marga góða vini í kaþólska menntaskólanum í Covington. Hann var manneskja sem stóð sig mjög vel í lífinu, og vegna sterkrar persónu sinnar er hann það enn. En persóna hans út á við hefur nú verið ákvörðuð af lygum sem sendar voru út af CNN. Þannig að staðreyndirnar voru ekki í fyrsta sæti hjá þeim, heldur lygar.“
Í byrjun febrúar í fyrra sendu lögfræðingar Sandmann frá sér lista yfir 54 einstaklinga og fréttastofur sem fengu leiðbeiningar um að varðveita sönnunargögn vegna hugsanlegrar málsóknar. Á listanum eru fréttastofur, fréttamenn og biskupsdæmi m.a.:
- The Washington Post
- The New York Times
- Cable News Network, Inc. (CNN)
- The Guardian
- National Public Radio
- TMZ
- Atlantic Media Inc.
- Capitol Hill Publishing Corp.
- Biskupsdæmið Covington
- Biskupsdæmið Lexington
- Erkibiskupsdæmið Louisville
- Biskupsdæmið Baltimore
- Ana Cabrera (CNN)
- Sara Sidner (CNN)
- Erin Burnett (CNN)
- S.E. Cupp (CNN)
- Elliot C. McLaughlin (CNN)
- Amanda Watts (CNN)
- Emanuella Grinberg (CNN)
- Michelle Boorstein (Washington Post)
- Cleve R. Wootson Jr. (Washington Post)
- Antonio Olivo (Washington Post)
- Joe Heim (Washington Post)
- Michael E. Miller (Washington Post)
- Eli Rosenberg (Washington Post)
- Isaac Stanley-Becker (Washington Post)
- Kristine Phillips (Washington Post)
- Sarah Mervosh (New York Times)
- Emily S. Rueb (New York Times)
- Maggie Haberman (New York Times)
- David Brooks (New York Times)
- Shannon Doyne
- Kurt Eichenwald
- Andrea Mitchell (NBC/MSNBC)
- Savannah Guthrie (NBC)
- Joy Reid (MSNBC)
- Chuck Todd (NBC)
- Noah Berlatsky
- Elisha Fieldstadt (NBC)
- Eun Kyung Kim
- HBO
- Bill Maher
- Warner Media
- Conde Nast
- GQ
- Heavy.com
- The Hill
- The Atlantic
- Bustle.com
- Ilhan Omar, þingmaður demókrata
- Elizabeth Warren, þingmaður demókrata
- Kathy Griffin, grínisti
- Alyssa Milano, leikkona
- Jim Carrey, leikari