Útboðsþing SI: Rétti tíminn fyrir opinberar framkvæmdir

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Mynd/SI

„Það er ekki aðeins nauðsynlegt að ráðast í framkvæmdir heldur er rétti tíminn til þess núna“, var á meðal þess sem Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins (SI), meðal annars í setningarávarpi sínu á Útboðsþingi SI, sem fram fór á Grand Hótel Reykjavík í gær.

Frá Grand hótel í gær. Mynd/SI

Á þinginu kynntu fulltrúar tíu opinberra aðila áætlaðar verklegar framkvæmdir á árinu. Um er að ræða samtals 132 milljarða króna framkvæmdir sem er 4 milljörðum króna hærri fjárhæð en kynnt var á Útboðsþingi síðasta árs þegar fjárhæðin nam 128 milljörðum króna.

Vegagerðin er með hæstar áætlar framkvæmdir að upphæð tæpar 39 milljarða króna sem er tæplega 17 milljörðum króna meira en kynnt var á síðasta ári. Isavia gerir ráð fyrir framkvæmdum fyrir 21 milljarð króna og Reykjavíkurborg fyrir tæplega 20 milljarða króna.

Í fyrsta sinn á þessu þingi voru kynntar sérstaklega verklegar framkvæmdir vegna Landspítala sem eru áætlaðar tæplega 12 milljarðar króna. Þá fyrirhugar Landsnet að bæta við framkvæmdir frá síðasta ári sem nemur 2,5 milljörðum króna.

Skjáskot/SI

„Með fjárfestingum er byggt undir hagvöxt framtíðar og því er rétt við þessar aðstæður að auka opinberar fjárfestingar, bæði vegna þess að það er skynsamlegt í efnahagslegu tilliti og verkefnin eru sannarlega næg eins og við þekkjum,“ sagði Sigurður jafnframt.

Samkeppninshæfni landa ákvarðaðist m.a. af innviðum, og að samkeppnishæfni væri samkeppni í lífsgæðum. Uppsöfnuð viðhaldsþörf innviða á Íslandi væri t.a.m. 372 milljarðar króna vegna vega og flutningskerfa raforku, en innviðir hafi þurft að sitja á hakanum eftir hrun.