Á hluthafafundi í Vátryggingafélagi Íslands hf. í gær kom Vilhjálmur Egilsson, fv. alþingismaður, nýr inn í stjórn félagsins.
Vilhjálmur er rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst og fv. framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs og ráðuneytisstjóri. Hann var um árabil þingmaður Sjálfstæðisflokksins og er með doktorsgráðu í hagfræði. Hann starfaði um skeið í höfuðstöðvum Alþjóða gjaldeyrissjóðsins í Washington.
Eftirfarandi einstaklingar voru kjörnir í stjórn:
Aðalstjórn
Gestur Breiðfjörð Gestsson
Marta Guðrún Blöndal
Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir
Valdimar Svavarsson
Vilhjálmur Egilsson
Varastjórn
Auður Jónsdóttir
Sveinn Friðrik Sveinsson
Ný stjórn hélt stjórnarfund eftir hluthafafundinn og skipti með sér verkum. Valdimar Svavarsson var kjörin formaður stjórnar og Vilhjálmur Egilsson varaformaður stjórnar.
Til hluthafafundarins var boðað þar sem tveir höfðu sagt sig úr stjórn VÍS vegna deilna um verkaskiptingu stjórnar. Unnið hefur verið að því að ná víðtækri sátt og virðist það hafa gengið eftir á hluthafafundinum í gær.