Vilja óháða rannsókn á stjórnsýslu Seðlabankans: Skoða einnig þátt RÚV

Már Guðmundsson fv. seðlabankastjóri.

Stjórn Sam­bands ungra sjálf­stæðismanna (SUS) hefur kall­að eft­ir því að óháð rann­sókn fari fram á stjórn­sýslu Seðlabanka Íslands (SÍ) í tengsl­um við málsmeðferðir, kær­ur og sátt­ir sem bank­inn hef­ur átt þátt í vegna meintra brota á gjald­eyr­is­lög­um

Ungir sjálfstæðismenn segja komnar fram sterk­ar vís­bend­ing­ar um að bank­inn hafi mis­beitt sér við rann­sókn mála er vörðuðu meint brot á gjald­eyr­is­lög­um.

Í yfirlýsingu sem SUS sendi frá sér í dag er sagt mikilvægt að rannsóknin verði framkvæmd af óháðum aðila sem er ekki tengist Seðlabankanum.

„Ekki síst vegna þess að nauðsyn­legt er að end­ur­reisa traust SÍ, einn­ar æðstu stofn­un­ar rík­is­ins, enda jafn­framt um að ræða eina vold­ug­ustu stofn­un þess. Í því skyni þarf að upp­lýsa um og rann­saka þær fjöl­mörgu ásak­an­ir sem hafa verið sett­ar fram síðastliðin ár, ým­ist í viðtöl­um, blaðagrein­um og jafn­vel heil­um bók­um sem hafa verið skrifaðar um mis­ferli í stjórn­sýslu gjald­eyris­eft­ir­lits SÍ.

SÍ hef­ur rekið rann­sókn­ir jafnt inn­an­húss sem og í fjöl­miðlum, ein­stak­ling­um og fyr­ir­tækj­um til mik­ils skaða. Þá eru dæmi um að sekt­ir hafi verið lagðar á lögaðila án full­nægj­andi laga­heim­ild­ar og að hald­lagn­ing gagna hafi verið grund­völluð á röng­um út­reikn­ing­um. Mál hafi svo verið rek­in svo árum skipt­ir án þess að rann­sókn hafi þokast áfram með til­heyr­andi óvissu fyr­ir viðkom­andi aðila. Fjöl­mörg önn­ur dæmi má nefna en nauðsyn­legt er að aðhaf­ast þegar ein æðsta stofn­un rík­is­ins er bor­in sök­um sem þess­um,“ segir í yfirlýsingunni.

Athygli vekur að Ungir sjálfstæðismenn vilja jafnframt að rannsókn fari fram á „augljósu samstarfi“ Seðlabankans og Ríkisútvarpsins. Upplýsingum hafi beinlínis verið lekið til fjölmiðla til að auka hróður Seðlabankans á kostnað þeirra sem voru und­ir rann­sókn.

Sjá einnig frétt Viljans: Varð Samherjamálið til í þorrablóti austur á fjörðum?