Vinstri menn og mótmælendur hafa valkvæða siðferðiskennd

Útvarp Saga.
Jón Ragnar Ríkharðsson. Ljósmynd/Útvarp Saga.

„Ef einn fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og einn núverandi hefðu sýnt konum grófa kynferðislega áreitni væri allt orðið snarvitlaust í umræðunni. Hefði forystumaður Sjálfstæðisflokksins gerst sekur um sömu vinnubrögð og Dagur B. Eggertsson væru hávær mótmæli og þess krafist að viðkomandi segði af sér á nóinu.“

Þetta segir Jón Ragnar Ríkharðsson, sjómaður og formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.

Hann segir að mótmælendur og vinstri menn hafi valkvæða siðferðiskennd.

„Valkvæð siðferðiskennd getur aldrei talist réttlát. Svo segist þessir hópar reknir áfram af sterkri réttlætiskennd.“ segir Jón Ragnar.