Wow air tapaði 15 milljónum á dag fyrstu níu mánuði ársins

Sagt er að flugbransinn sé þannig að hægt sé að tapa miklu ótrúlega hratt þegar illa árar og víst er að níu mánaða uppgjör flugfélagsins Wow air, sem birt var í gærkvöldi, endurspeglar það. Félagið var rekið með 33,6 milljón dollara tapi, um 4,2 milljörðum króna, á fyrstu níu mánuðum ársins.

Þetta er nánast tvöfalt meira tap en á sama tíma árið áður og þýðir að félagið tapaði fimmtán milljónum króna að jafnaði á dag hvern einasta dag á fyrstu níu mánuðum ársins.

Tölurnar sem birtar voru í gærkvöldi eru þó ekki alslæmar. Hagnaður var á þriðja ársfjórðungi upp á 14 milljónir dollara sem er bæting frá fyrra ári, auk þess sem tekjur flugfélagsins á þessu tímabili jukust um nálega 30% milli ára og voru alls 457 milljónir dollara.

Í tilkynningu með uppgjörinu, sem birt er á ensku á vef Wow air, er minnt á að neikvæð umfjöllun fjölmiðla og óvissa um framtíð flugfélagsins hafi spillt fyrir miðasölu, hert á lánaskilmálum og ollið þannig verri lausafjárstöðu. Olíuverð hafi hækkað verulega, þótt sú hækkun sé nú að mestu gengin til baka.

Sjá tilkynninguna á vef Wow air.

Eins og fram kom á fimmtudagskvöld, hefur Wow air gert bráðabirgðasamkomulag við bandaríska eignastýringasjóðinn Indigo Partners um að hann fjárfesti í félaginu og tryggi þannig rekstrarhæfi þess og grundvöll til framtíðar. 

Fjárfestingin er þó gerð með fyrirvara um áreiðanleikakönnun sem stendur nú yfir,