Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, veitti í gærmorgun viðtöku yfir 180 þúsund manns með áskorun um að fiskeldi í opnum sjókvíaeldisstöðvum verði hætt.
Það voru fulltrúar íslenskra náttúruverndarsamtaka og bandaríska útivistarvöruframleiðandans Patagonia sem afhentu Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis, undirskriftirnar.
Síðastliðið vor hleyptu Patagonia og WeMove af stað undirskriftasöfnun með stuðningi íslenskra náttúruverndarsamtaka, sem meðal annars var beint til Alþingis.
Þar birtist þessi áskorun:
„Til stjórnvalda og þingmanna þjóðþinga Íslands, Noregs, Skotlands og Írlands: Við sem áhyggjufullir borgarar í Evrópu skorum á ykkur að stöðva eyðingu villtra fiskistofna og nálægs lífríkis af völdum laxeldis í opnum sjókvíum. Við hvetjum ykkur til að stöðva strax útgáfu leyfa fyrir nýjum opnum sjókvíaeldisstöðvum og setja fram skuldbindandi áætlun um að nema þegar útgefin leyfi úr gildi í áföngum.“