Út er komin skýrsla afmælisnefndar aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands þar sem m.a. má finna upplýsingar um framkvæmd afmælisársins og yfirlit yfir öll verkefni sem skráð voru á dagskrá afmælisársins.
Helstu niðurstöður:
· 459 viðburðir voru skráðir á dagskrárvef afmælisársins. Þar af voru 268 styrktir af afmælisnefnd, að undangenginni auglýsingu og valferli, og 191 þátttökuviðburður.
· 287 þúsund gestir sóttu viðburði sem skráðir voru á dagskrárvef afmælisársins og voru tæplega 15 þúsund einstaklingar virkir þátttakendur í viðburðunum.
· Áætlanir afmælisnefndar, bæði verkefna- og fjárhagsáætlun, stóðust og skilar nefndin af sér innan fjárheimilda.
Haustið 2016 kaus Alþingi nefnd með fulltrúum allra þingflokka er skyldi undirbúa hátíðahöld árið 2018. Nefndin starfaði samkvæmt þingsályktun um hvernig minnast skyldi aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands þar sem kveðið var á um verkefni nefndarinnar:
Í tilkynningu þakkar afmælisnefndin öllum þeim sem stóðu fyrir viðburðum á afmælisárinu sem og þeim sem sóttu þá fjölbreyttu viðburði sem fram fóru og áttu stóran þátt í að gera afmælisárið eftirminnilegt. Með virkri þátttöku stofnana, félagasamtaka, sveitarfélaga, einstaklinga og fyrirtækja er óhætt að segja að afmælisárið hafi tekist vel og byggir það ekki síst á frumkvæði, hugmyndaauðgi og þátttöku landsmanna.
Auk þess hélt nefndin utan um heildardagskrá afmælisársins á vefsíðunni fullveldi19181.is