37 fá framgang í stöður dósenta og prófessora

Gylfi Magnússon prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands.

Gylfi Magnússon fv. viðskiptaráðherra er nýr prófessor í hagfræði við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Þrjátíu og sjö akademískir starfsmenn Háskóla Íslands hafa fengið framgang í starfi að undangengnu ítarlegu faglegu mati á vegum dóm- og framgangsnefnda fræðasviða skólans og forseta þeirra. Starfsfólkið kemur af öllum fimm fræðasviðum skólans.

Akademískir starfsmenn geta árlega sótt um framgang í starfi og er hann jafnan veittur einu sinni á ári, þ.e. í lok skólaárs. Mat á umsóknum er í höndum sérstakrar framgangsnefndar en hún leitar álits hjá dóm- og framgangsnefndum hvers fræðasviðs. Í framhaldinu ákveður rektor á grundvelli fyrirliggjandi dómnefndarálita og afgreiðslu framgangsnefndar hverjum skuli veita framgang.

Að þessu sinni fá 20 framgang í starf prófessors, 15 í starf dósents og tveir starfmenn fá framgang í starf fræðimanns innan Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands.

Með því að smella hér má sjá þá starfsmenn sem fengu framgang.