The Irish Times greindi frá því í á dögunum, að Írar ætli sér að planta 440 milljón trám fyrir árið 2040. Markmiðið verður að planta um 22 milljón trjám árlega næstu 20 árin.
Ríkisstjórn Írlands hefur heitið þessu og verður þetta framlag landsins til baráttunnar við loftslagsvandamálum nútímans.
Ríkisstjórnin hefur nú þegar eftir yfirlýsinguna lofað því að reyna að planta jafnvel enn fleiri trjám og er þetta allt partur af umhverfisáætlun sem gefin var út í júní á þessu ári. Í þeirri áætlun er gert ráð fyrir því að árið 2050 muni Írland ekki skilja eftir sig kolefnisspor í heiminum eða verði Carbon Neutral sem þýðir að nettólosun Írlands á kolefnum verði engin. Skógrækt, endurnýjanlegar orkuauðlindir, innleiðing kolefnaskatts og breyting á landsnýtingu verði allt partur af þessari áætlun eins og greint var frá í Huffpost.
Samkvæmt áætluninni verður hlutfall barrtrjáa 70 prósent og hin 30 prósentin lauftré.
We want many more trees in Ireland, as part of our plan on climate action. 440 million is a huge number but it’s achievable if all landowners plant just some of their land. We are willing to make it financially worthwhile. https://t.co/MmX2sGqXM7
— Leo Varadkar (@LeoVaradkar) September 2, 2019
Tilkynnt var um þessa áætlun um tveimur mánuðum eftir að niðurstöður rannsóknar gáfu það til kynna að það að planta 500 milljóm trjám væri ein skilvirkasta leiðin til þess að takast á við loftslagasvanda heimsins í dag.
Einhverjir hafa þó gagnrýnt rannsókn þessa og sagt að það eitt að endurvekja skóglendið væri ekki nóg til þess að draga úr gróðurhúsalofttegundum, heldur væri sú aðgerð ein af mörgum aðferðum sem notast skyldi við í baráttunni.
Þrátt fyrir gagnrýni hafa önnur lönd tekið aðgerðum sem þessum fagnandi. Um 350 milljón trjám var plantað í Eþíópíu á einum degi í júlí. Skotland tilkynnti á þessu ári að landið hafi farið fram úr sínu eigin markmiði hvað varðar skógrækt og greindi The Hill frá þeim áfanga.
England hefur ekki sömu sögu að segja, en samkvæmt Huffpost náði England einungis 30 % af markmiði ríkisstjórnarinnar á þessu ári hvað varðar skógrækt.
Ef Írland á að ná markmiði sínu verður ríkisstjórn að fá bændur í lið með sér. Munu bændur þá planta trjám á landi sínu en ríkisstjórnin sjálf hefur sagt að sú hugmynd hafi fengið misgóðar móttökur. Ríkisstjórnin ætlar sér að sannfæra bændur og verða haldnir fundir um landið allt til þess að fá stuðning bænda til skógræktar.
Pádraic Fogarty frá Irish Wildlife Trust hefur lýst sínum efasemdum varðandi plön ríkisstjórnarinnar.
Segir hann að fólk fari oft ekki rétt að þegar trjám er plantað og að trén vilji einfaldlega planta sér sjálf. Það að láta jarðveginn vera og láta náttúruna sjá um sig sjálfa sé stundum lausnin. Í stað þess að veita styrki til skógræktar á hverju ári ætti að greiða bændum fyrir að gróðursetja ekki, sem myndi gefa jörð þeirra frið til þess að verða ‘’villt’’ að nýju.