61 staðfest smit sl. sólarhring: 17% skimaðra reyndust hafa veiruna

Staðfest smit af Kórónaveirunni hér á landi eru orðin 648 samkvæmt tölum sem sóttvarnalæknir birti á upplýsingasíðu sinni nú í dag.

Vegna skort á sýnatökupinnum var aðeins skimað fyrir smitum á veirufræðideild Háskóla Íslands og Landspítalans í gær og náðist að taka 357 sýni. Engin sýni voru tekin hjá Íslenskri erfðagreiningu.

Þetta þýðir að 17% þeirra sem smitaðir voru, reyndust smitaðir af Covid-19 afbrigði Kórónaveirunnar.

Svo virðist sem nýir pinnar hafi komist í umferð, því Íslensk erfðagreining boðaði fjölda fólks í sýnatöku í Turninum í Kópavogi í dag og virðist því mega vænta nýrra talna úr þeim rannsóknum á morgun.