75 ár frá stofnun lýðveldisins: Opið hús í Alþingishúsinu á 17. júní

Alþingishúsið verður opið almenningi þjóðhátíðardaginn 17. júní kl. 14–18 í tilefni af því að þá eru 75 ár liðin frá því að Ísland varð lýðveldi 1944.

Þingmenn og starfsmenn skrifstofu Alþingis veita leiðsögn um húsið og ræða við gesti. 

Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis. Inngangur er um aðaldyr Skálans.