Í tilefni af 90 ára afmælis Sjálfstæðisflokksins, sem var stofnaður á þessum degi fyrir 90 árum, hinn 25. maí 1929 við sameiningu Íhaldsflokksins og Frjálslynda flokksins var blásið til hátíðarhalda hjá félögum Sjálfstæðisflokksins um land allt í dag.
Í Valhöll tóku hátt í 600 manns þátt í hátíðardagskránni en boðið var upp á ýmsar veitingar og skemmtiatriði fyrir fjölskylduna. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, flutti ávarp og Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, lék á selló.
Að lokinni afmælisdagskrá í Valhöll var haldið í Heiðmörk þar sem gróðursett voru 90 tré í skógarreit Heimdallar.
Viljinn birtir hér nokkrar myndir frá afmælishátíðinni, sem ljósmyndarinn Håkon Broder Lund tók, og óskar Sjálfstæðisflokknum og sjálfstæðisfólki um land allt innilega til hamingju með daginn.









