Á Biden möguleika eftir sigur í S-Karólínu? Þriðjudagur ræður úrslitum

Joe Biden er sigurvegarinn í forkosningum Demókrata í Suður Karólínu og á aftur nokkra möguleika á að tryggja sér útnefningu flokksins fyrir forsetakosningarnar næsta vetur. Úrslitin ráðast að líkindum á ofurþriðjudeginum 3. mars, þegar kosið verður í fjórtán ríkjum.

Biden, sem var varaforseti í tíð Obama, vann afgerandi sigur (48,5 atkvæða), en Bernie Sanders er enn með gott forskot eftir þær forkosningarnar sem lokið er.

„Aðeins fyrir fáeinum dögum sögðu álitsgjafar og fjölmiðlar að slagurinn væri búinn. Nú er staðan breytt og allt getur gerst með ykkar aðstoð,“ sagði hinn 77 ára gamli Biden sigurreifur við stuðningsmenn sína eftir að úrslitin voru ljós.

Margir innan Demókrataflokksins hafa þungar áhyggjur af velgengni Sanders, þar sem þeir telja hann allt of róttækan og vinstri sinnaðan til að eiga möguleika gegn Donald Trump í nóvember. Joe Biden hefur notfært sér það og gefið í skyn, að hann sé eini fulltrúi flokksins sem geti sigrað sitjandi forseta.