Að sjá betur flísina í auga náungans en bjálkann í sínu eigin

Ari Trausti Guðmundsson alþingismaður.

Ólína Þorvarðardóttir, fv. þingmaður Samfylkingarinnar, segir grátbroslegt að fylgjast með framgöngu Ara Trausta Guðmundssonar, þingmanns Vinstri grænna, í málum Umhverfis- og samgöngunefndar þingsins.

Ari Trausti sóttist eftir formennsku í nefndinni og studdi ekki Bergþór Ólason, þingmann Miðflokksins, sem formann í atkvæðagreiðslu í dag, þar sem hann hefði gerst brotlegur við siðareglur Alþingis.

„Ekki skal ég mótmæla því. Sjálfur gerðist Ari Trausti Guðmunsson brotlegur við lög (ekki bara reglur) sem formaður Þingvallanefndar, samkvæmt úrskurði kærunefndar jafnréttismála, þegar hann réði þjóðgarðsvörð á Þingvöllum,“ segir Ólína á fésbókinni, en kærunefndin komst að þeirri niðurstöðu að hún hefði verið hæfasti umsækjandinn um stöðuna.

Dr. Ólína Þorvarðardóttir, fv. alþingismaður.

„Ari Trausti situr enn sem formaður Þingvallanefndar og virðist ekki ætla að segja af sér formennskunni. Ekki er mikil sjálfssamkvæmni þar — enda löngu vitað að menn sjá oftast betur flísina í auga náungans en bjálkann í sínu eigin,“ bæti Ólína við.