Frosti Sigurjónsson, fv. alþingismaður og frumkvöðull, er einn þeirra sem undrast háa tíðni Kórónaveirusmita hér á landi, en þrír hafa nú greinst frá því á föstudag. Mörg hundruð manns eru í sóttkví.
„Nú eru covid tilfellin orðin þrjú í okkar fámenna landi sem telur aðeins 364 þúsund íbúa. Einn af hverjum 120.000 íbúum er smitaður,“ segir hann á fésbókinni.
„Bandaríkin eru með 76 tilfelli en þar búa 327 milljón manns. Smithlutfallið þar er miklu lægra eða einn af hverjum 4 milljón íbúum.
Ísland er því með ríflega 30 sinnum hærra hlutfall smitaðra en Bandaríkin. Hvernig má skýra þennan mikla mun?
Kannski skipti einhverju máli að stjórvöld í Bandaríkjunum gripu til markvissra aðgerða til að draga úr komu covid sýktra ferðamanna þangað til lands. Allir sem komu frá hættusvæðum fóru í 14 daga sóttkví.
Þess má geta að 40 af þessum sem 76 sem eru smitaðir í Bandaríkjunum voru fluttir heim af skemmtiferðaskipi sem var í einangrun í Japan,“ segir Frosti.