„Af hverju heldur Ísland að það sé eitthvað öðruvísi en Ítalía?“

Nicholas A. Christakis, prófessor við Yale háskóla í Bandaríkjunum.

Nicholas A. Christakis, prófessor við Yale háskóla í Bandaríkjunum og einn áhrifamesti vísindamaður heims, undrast þá ákvörðun íslenskra sóttvarnayfirvalda að hvetja foreldra til að senda börn sín í grunn- og leikskóla hér á landi þótt Kórónaveiran breiðist nú hratt hér á landi og annars staðar.

Christakis, sem lauk læknanámi frá Harvard-háskóla og er með doktorsgráðu í félagsfræði, er svonefndur Sterling-prófessor við Yale-háskólann, en það er æðsta nafnbót sem vísindamaður getur hlotið hjá þeirri menntastofnun, sem er ein sú virtasta í heimi. Hann hefur fjallað mikið um faralds- og atferlisfræði og m.a. skrifað um Kórónaveiruna sem geysaði árið 2009 í heiminum. Time tímaritið hefur útnefnt hann einn af hundrað áhrifamestu mönnum heims og þessa dagana veitir hann ríkisstjórnum margra ríkja ráðgjöf vegna útbreiðslu Kórónaveirunnar.

Chris McClure, Bandaríkjamaður sem búsettur er hér á landi og lauk nýverið doktorsnámi í lýðheilsufræðum við Háskóla Íslands, fjallar um hvatningu sóttvarnalæknis á Twitter-síðu sinni í dag. McClure er með meistaragráðu í faraldsfræði frá Yale-háskóla og hefur sérhæft sig í rannsóknum á inflúensu, telur ákvörðun íslenskra yfirvalda óábyrga og í algjöru ósamræmi við tilmæli heilbrigðisyfirvalda í öðrum löndum.

Christakis tekur undir þetta á Twitter-þræði landa síns og telur hvatninguna byggða á slæmri ráðgjöf.

Hann segir:

„Af hverju heldur Ísland að það sé eitthvað öðruvísi en Ítalía, svo dæmi sé tekið?“ spyr hann.