„Afhverju er skólastarfi ekki frestað um viku eða 10 daga?“

Margir óttast að bylgja nýrra smita nái áður óþekktum hæðum á næstu dögum þegar skólastarf hefst að nýju eftir sumarfrí og heilu árgangarnir koma saman úr ólíkum áttum og blandast saman.

Einn þeirra sem vill flýta bólusetningum barna og örvunarskammti starfsfólks skólanna og gera nauðsynlegar ráðstafanir áður en skólar hefjast, er tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar Hjörtleifsson. Hann óttast líklega eins og margir, að smitsprengja eftir skólaopnun geti gert Landspítalanum erfitt fyrir og niðurstaðan verði stórhertar takmarkanir innanlands, eins og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur boðað.

Friðrik Ómar segir á fésbókinni:

„Afhverju er skólastarfi ekki frestað um viku eða 10 daga? Sóttvarnarlæknir býst við uppsveiflu þegar skólastarf hefst núna. Er betra að senda heilu fjölskyldurnar í sóttkví í næstu viku? Haldið þið að starfsfólk í skólum sé spennt að byrja skólastarfið mitt í þessum aðstæðum? Heilbrigðisráðherra sagði 3. ágúst sl. „engar takmarkanir í gildi“ þegar kemur að skólastarfi. Hvaða hópa er verið að vernda með því? Hressandi.“