Ákveðnir forgangshópar í mótefnamælingar

Íslensk erfðagreining hefur hafið mótefnamælingar vegna COVID-19. Fyrst í stað eru ákveðnir hópar settir í forgang og fólki í þeim boðið að skrá sig, að því er segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.

„Nú er einblínt á fólk sem hefur verið með staðfesta COVID-19 sýkingu en er batnað. Þá ætlunin að bjóða stórum hluta þess hóps sem hefur verið í sóttkví að koma í mótefnamælingu. Í framhaldinu verður vonandi hægt að bjóða almenningi uppá slíkar mælingar en vegna umfangsins er óvíst hvenær það verður,“ segir þar ennfremur.

Það átak verður kynnt sérstaklega í fjölmiðlum.

Mikið álag er á Þjonustumiðstöð rannsóknaverkefna vegna þessa og Íslensk erfðagreining biður fólk um að sýna biðlund ef það vill komast í slíka mælingu.