Aldís kærir aðstoðarlögreglustjóra til Héraðssaksóknara

Aldís Schram, lögfræðingur og dóttir Jóns Baldvins Hannibalssonar og Bryndísar Schram, hefur lagt fram kæru á hendur Herði Jóhannessyni, aðstoðarlögreglustjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, fyrir brot á þagnarskyldu sem og fleiri möguleg brot á ákvæðum almennra hegningarlaga.

Frá þessu skýrir Aldís á fésbókarsíðu sinni í morgun, en Jón Baldvin faðir hennar vísaði til skriflegrar staðfestingar frá Herði í þættinum Silfrinu í Ríkissjónvarpinu á dögunum, um afskipti lögreglu af henni.

Veltir Aldís því upp í kæru sinni hvort aðstoðarlögreglustjórinn hafi útbúið umrætt vottorð í ávinningsskyni, en slíkt gæti jafnframt varðað ákvæði almennra hegningarlaga.

Aldís birtir mynd af kærunni á fésbók í morgun.