Allir fari í sóttkví nema erlendir ferðamenn og áhafnir flugvéla og skipa

Dr. Þórólfur Guðnason Sóttvarnalæknir.

Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að útvíkka enn frekar hááhættusvæðin vegna COVID-19.

Frá og með morgundeginum, fimmtudeginum 19. mars 2020 er Íslendingum og öðrum með búsetu á Íslandi og koma til landsins skylt að fara í tveggja vikna sóttkví án tillits til hvaðan þeir eru að koma.

Ákvörðunin tekur þannig ekki til erlendra ferðamanna sem koma hingað til lands. Komum þeirra hingað til lands hefur fækkað mjög eftir tilmæli margra ríkja um að sleppa ónauðsynlegum ferðalögum næstu 30 dagana hið minnsta.

Undanþegnir þessu er flugáhafnir og áhafnir flutningaskipa.