Sjúklingur á sextugsaldri lést á sl. sólarhring á Landspítalanum vegna COVID-19, að því er spítalinn greinir frá á vefsíðu sinni um leið og aðstandendum eru færðar samúðarkveðjur.
Þetta er annað dauðsfallið af völdum veirunnar á tveimur dögum og alls hafa nú 32 látist af hennar völdum frá því faraldurinn kom upp í ársbyrgun 2020.