Áslaug María ráðin aðstoðarmaður forsætisráðherra

Áslaug María Friðriksdóttir fv. borgarfulltrúi og nú aðstoðarmaður forsætisráðherra.

Áslaug María Friðriksdóttir, fv. borgarfulltrúi, hefur verið ráðin aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra.

Áslaug er með MSc-próf í vinnusálfræði frá Háskólanum í Hertfordshire og BA-próf í sálfræði frá Háskóla Íslands. Hún hefur undanfarin ár unnið sem sjálfstætt starfandi ráðgjafi á sviði stafrænna mála og mannauðsmála áður en hún var ráðin aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar í fyrra. Áður var hún virk í starfi Sjálfstæðisflokksins, sem borgarfulltrúi, varaborgarfulltrúi og varaþingmaður auk þess að starfa sem sérfræðingur í félagsmálaráðuneytinu.

Fyrir áhugamenn um ættfræði má geta þess, að Áslaug er dóttir Friðriks Sophussonar, fv. ráðherra og varaformanns Sjálfstæðisflokksins og Helgu Jóakimsdóttur, hárgreiðslumeistara og alexandertæknikennara.

Áslaug verður aðstoðarmaður forsætisráðherra ásamt Hersi Aroni Ólafssyni.