Átta sóttu um tvö laus embætti dómara við Landsrétt

Landsréttur.

Þann 20. desember 2019 auglýsti dómsmálaráðuneytið laus til setningar tvö embætti dómara við Landsrétt og rann umsóknarfrestur út þann 6. janúar sl.

Sett verður í embættin hið fyrsta eftir að dómnefnd um hæfni umsækjenda um dómaraembætti hefur lokið störfum. 

Umsækjendur um embættið eru: 

1. Ása Ólafsdóttir, prófessor

2. Ástráður Haraldsson, héraðsdómari

3. Björn L. Bergsson, skrifstofustjóri Landsréttar

4. Bogi Hjálmtýsson, héraðsdómari

5. Hildur Briem, héraðsdómari

6. Ingibjörg Þorsteinsdóttir, héraðsdómari

7. Ragnheiður Snorradóttir, héraðsdómari

8. Sandra Baldvinsdóttir, héraðsdómari