Veðurspár gera ráð fyrir að sérlega djúp lægð nálgist landið úr suðvestri (þrýstingi í lægðarmiðju er spáð niður í 930 hPa). Búast má við austlægum stormi, roki eða ofsaveðri, hvassast sunnantil á landinu framan af föstudeginum.
Þetta kemur fram í aðvörun Veðurstofunnar, þar sem landið hefur verið merkt gult eins og það leggur sig frá fimmtudagskvöldi.
Víða snjókoma eða slydda, úrkomumest sunnan- og austanlands. Hlýnandi veður, rigning á láglendi um landið sunnanvert og við austurströndina seinnipartinn með hita 1 til 5 stig, en vægt frost fyrir norðan. Talsvert hægari vindur á landinu um kvöldið.
Víðtækar samgöngutruflanir eru líklegar, ekkert ferðveður er á meðan viðvörunin er í gildi. Líkur eru á foktjóni, sérílagi sunnantil á landinu.
Fólki er bent á að sýna varkárni til að fyrirbyggja slys og festa lausamuni eins og frekast er kostur. Einnig má búast má við hárri sjávarstöðu vegna áhlaðanda.