Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor og forsetaframbjóðandi man ekki hvort hann greiddi atkvæði með Icesave-samningunum þegar þjóðin greiddi atkvæði um þá eftir synjun Ólafs Ragnars Grímssonar, þáverandi forseta, á lögum þar að lútandi.
Þetta sagði hann í samtali við Stefán Einar Stefánsson í Spursmálum á Morgunblaðsvefnum í dag, þar sem rætt var um stjórnskipan landsins, stjórnarskrá og valdheimildir forseta.
„Ég bara einfaldlega, í sannleika sagt, bara hreinlega man það ekki. Ég bara hreinlega sagt man það ekki,“ sagði Baldur í viðtalinu.