Ný stjórn var kjörin á aðalfundi Rafmyntaráðs Íslands, The Icelandic Blockchain Foundation, sem haldinn var í Tunglinu í Lækjargötu í Reykjavík á fimmtudag.
Aðalmenn voru kjörnir Hlynur Þór Björnsson, Gísli Kristjánsson, Daníel Fannar Jónsson, Einar Alexander Eymundsson og Kolbrún Eir Óskarsdóttir. Varamenn eru Chris McClure og Valur Þór Gunnarsson.
Úr stjórninni fóru Hermann Finnbjörnsson, Pétur Árnason og Kristinn Kristinsson.
Að auki var farið yfir rekstrarárið og gerðar voru lagabreytingar. Athygli vakti að enska orðinu „blockchain“, orðinu yfir tæknina sem rafmyntir notast við, var skipt út fyrir íslenskt nýyrði um sama fyrirbæri í lögum ráðsins, en það er orðið bálkakeðja.
Það þótti bæði fallegt og lýsandi, m.a. vegna þess að orðið bálkur hefur þegar verið notað í tölvunarfræði.