Mark Carney, seðlabankastjóri Englandsbanka, sem áður starfaði sem aðalseðlabankastjóri Kanada, mun taka við nýju hlutverki sem sérstakur sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í loftslagsaðgerðum og loftslagsfjármálum. Frá því greindi kanadíski miðilllinn CBC í gær.

Framkvæmdastjóri SÞ, Antonio Guterres, sendi frá sér tilkynningu þess efnis á meðan hann ræddi við fréttamenn í Madríd á sunnudaginn, og bætir við að Carney hefji störf á næsta ári.
Carney, átti að hætta störfum sem bankastjóri snemma á næsta ári, eftir að hafa fengið framlengingu í embætti til fimm ára.
Þrýstir á fjármálageirann að vinna að loftslagsmálum
Guterres tilkynnti um þetta á blaðamannafundi í aðdraganda loftslagsráðstefnunnar sem hófst í Madríd í dag, og lýsti Carney sem „merkilegum brautryðjanda í því að þrýsta á fjármálageirann til að vinna að loftslagsmálum.“
Carney, sem mun hætta störfum sem yfirmaður Englandsbanka í janúar, hefur hvatt fjármálageirann til að breyta stjórnun sinni á loftslagsáhættu og leitt ýmis alþjóðleg frumkvæði til að bæta eftirlit og upplýsingagjöf.
Englandsbanki sagði að Carney myndi leitast við að gera áhrif loftslagsbreytinga lykilatriði í fjárhagsskýrslugerð, áhættustýringu og útreikningi á ávöxtun, fyrir alþjóðlegan leiðtogafund í Glasgow í nóvember á næsta ári.
Krefst fjárfestinga sem miða að heimi án losunar kolefnis
„Upplýsingagjöf um loftslagsáhættu verður að verða yfirgripsmikil, breyta þarf stýringu loftslagsáhættu, og fjárfesting í heimi án kolefnislosunar verður að vera almenn,“ sagði Carney í yfirlýsingu.
Hann hefur talað um „strandaðar eignir“ – kol, olíu og gas, sem gætu fallið í verði ef heimurinn hættir að nota kolefnaeldsneyti – og gagnrýndi skort á gagnsæi um áhrif á hlýnun jarðar á þúsundir milljóna dollara mögulegra fjárfestinga.