Bátavogur og Stefnisvogur eru nýjustu götur Reykjavíkur

Framkvæmdir hefjast í næstu viku á austasta hluta Kleppsmýrarvegar og gatnamótum við Kjalarvog. Verður aðkomu að hafnarsvæðinu beint um Brúarvog. Vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát við framkvæmdasvæðið og huga að merktum hjáleiðum.

Á Gelgjutanga verða einnig lagðar nýjar götur, Bátavogur og Stefnisvogur, í tengslum við nýjar byggingarlóðir.

Austasti hluti Kleppsmýrarvegar og gatnamót við Kjalarvog verða endurnýjuð. Legu Kleppsmýrarvegar verður breytt að hluta og lagnir verða færðar.  

Áætlað er að framkvæmdum ljúki í nóvember, samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg.