Bergþór undrandi: „Hvað ætli Eyþór hafi gert Bjarna?“

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins.

„Það þótti und­ar­leg sú mikla leynd sem var yfir sam­komu­lagi sem for­sæt­is-, fjár­mála- og sam­gönguráðherra und­ir­rituðu með borg­ar- og bæj­ar­stjór­um á höfuðborg­ar­svæðinu í liðinni viku. Þörf­in fyr­ir leynd­ina varð þó öll­um ljós þegar und­ir­ritað plaggið birt­ist loks sl. fimmtu­dag.“

Þetta segir Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag, þar sem hann tætir í sig svokallaðan samgöngusáttmála sem ríki og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu gerðu með sér í fyrri viku.

Bergþór segir að fyrstu viðbrögð sín, þegar plögg­in voru birt, hafi verið að hugsa: „Hvað ætli Eyþór hafi gert Bjarna?“ og vísar þar til Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins og Eyþórs Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, en eft­ir að hafa lesið sam­komu­lagið vand­lega sit­ji eft­ir spurn­ing­in „Hvað hafa skatt­greiðend­ur gert rík­is­stjórn­inni?“

Bergþór bendir aukinheldur á að samkomulagið sé ekki annað en viljayfirlýsing, enda eigi hún eftir að koma til kasta alþingis og allra viðkomandi sveitarfélaga og taki til fimmtán ára og margra kjörtímabila, en þar takist á sex blaðsíðum að færa rík­inu skyld­ur upp á rúma 100 millj­arða – eitt hundrað þúsund millj­ón­ir! En skyld­ur sveit­ar­fé­lag­anna séu sára­litl­ar.

Það verður sér­stakt rann­sókn­ar­verk­efni að finna út úr því hvernig samn­inga­menn rík­is­ins létu plata sig með þess­um hætti.

„Það verður sér­stakt rann­sókn­ar­verk­efni að finna út úr því hvernig samn­inga­menn rík­is­ins létu plata sig með þess­um hætti. Höfuðið var svo bitið af skömm­inni með því að ramma fullnaðarsig­ur borg­ar­stjóra inn með því að sleppa borg­inni við að tak­ast á hend­ur skuld­bind­ing­ar um legu Sunda­braut­ar og yf­ir­höfuð að því mik­il­væga verk­efni verði sleppt úr gísl­ingu borg­ar­yf­ir­valda.

Fátt nýtt af nálinni

Staðreynd­in er sú að eng­in þeirra fram­kvæmda sem ætl­un­in er að vinna að á stofn­brauta­kerfi höfuðborg­ar­svæðis­ins er ný af nál­inni, nema ef vera skyldi að setja hluta Sæ­braut­ar í stokk. Öll önn­ur verk­efni voru á áætl­un en höfðu liðið fyr­ir sam­komu­lag rík­is og sveit­ar­fé­laga frá 2012 um stór­fram­kvæmda­stopp á höfuðborg­ar­svæðinu. Viðbót­in í „pakk­an­um“ felst í verk­efn­um tengd­um hinni mjög svo óskil­greindu borg­ar­línu. Vegna henn­ar skal sækja 60 millj­arða (nettó) í vasa bif­reiðaeig­enda.

Gjald­töku­hug­mynd­irn­ar eru jafn­vel enn verr skil­greind­ar en þessi svo­kallaða borg­ar­lína. Í sam­komu­lag­inu und­ir­gang­ast ráðherr­arn­ir að flýti- og um­ferðar­gjöld verði skil­greind og inn­heimt til að ná fram mark­miðum sam­komu­lags­ins,“ segir hann.

„Til viðbót­ar við þær upp­hæðir sem þegar hafa verið nefnd­ar var und­ir­ritað hliðarsam­komu­lag varðandi rekst­ur al­menn­ings­sam­gangna á höfuðborg­ar­svæðinu. Þar er lagður grunn­ur að því að sækja 12 millj­arðar frá rík­is­sjóði til viðbót­ar við þá 10 sem rík­is­sjóður hef­ur þegar ráðstafað í rekst­ur al­menn­ings­sam­gangna á höfuðborg­ar­svæðinu á grund­velli áður­nefnds sam­komu­lags um stór­fram­kvæmda­stopp. 

Hingað til hafa 7 millj­arðar af áður áætluðu fram­kvæmda­fé Vega­gerðar­inn­ar farið í rekst­ur Strætó bs. með þeim ár­angri að hlut­fall far­inna ferða með strætó á höfuðborg­ar­svæðinu hef­ur ekki hagg­ast á samn­ings­tím­an­um, það var 4,0% árið 2012 og er enn 4,0%! Það verður dýr lexía ef ár­ang­ur­inn verður svipaður af borg­ar­línuæv­in­týr­inu,“ bætir hann við.