Bernie Sanders fer fram: Ætlum að vinna þessar kosningar

Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders tilkynnti nú fyrir stundu að hann gefi kost á sér fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári.

Óskaði hann eftir stuðningi allra Bandaríkjamanna við að vinna útnefningu Demókrataflokksins og mynda risastóra grasrótarhreyfingu sem geti unnið sigur á Donald Trump Bandaríkjaforseta.

Um leið ávarpaði Sanders stuðningsmenn sína á Youtube og má sjá það hér að neðan, en hann segist leggja áherslu á setja fram stefnu sem þjóni öllum almenningi, en ekki aðeins hinum efnameiri.

Bernie Sanders er 77 ára að aldri og beið lægri hlut fyrir Hillary Clinton í forvali Demókrataflokksins fyrir kosningarnar árið 2016.