Bestu menn hafa óvænt bitið í sig brusselískuna

Íslenski orkupakk­inn virðist ekki árenni­legt umræðuefni við fyrstu sýn, en er þegar orðið býsna líf­legt. Í fyrst­unni ætluðu yf­ir­völd lands­ins að renna þessu máli í gegn, enda væri það í senn bæði ein­falt mál og sjálfsagt. Eft­ir að menn úr hópi þeirra sem best þekktu til tóku að benda á að ekki væri allt sem sýnd­ist, voru höfð enda­skipti á öll­um rök­semd­um. Nú var málið orðið flókið og þess vegna hefði efa­semd­ar­mönn­um tek­ist að skapa óróa í kring­um það. Fari svo, að hlaupalið ut­anaðkom­andi hags­muna, sem kem­ur kunn­ug­lega fyr­ir sjón­ir, láti sig hafa að ganga þess­ara er­inda til enda, má aug­ljóst vera að málið end­ar í þjóðar­at­kvæði,“ segir í leiðara Morgunblaðsins í dag.

Er óhætt að segja að leiðarinn beri öll höfundarmerki ritstjórans Davíðs Oddssonar, sem tekið hefur harða afstöðu gegn innleiðingu þriðja orkupakka Evrópusambandsins.

Enn eru rök ker­fiskarla mjög í anda umræðunn­ar um Ices­a­ve og nauðhyggj­an því fyr­ir­ferðar­mik­il. Þjóðin verður. Áhætt­an af óhlýðni við Brus­sel er ekki bara mik­il held­ur óþekkt sem þenur áhætt­una út. Og áhætt­an er óþekkt af því ís­lenska emb­ætt­is­mannaliðið og þeir ráðherr­ar sem fyr­ir það starfa hafa aldrei æmt eða skræmt yfir nokkr­um sköpuðum hlut, þótt iðulega hafi verið til­efni til þess, eins og smám sam­an er að koma í ljós.“

Athygli hefur vakið, að hinn tryggi bandamaður Davíðs, Björn Bjarnason fv. ráðherra, hefur tekið allt annan pól í hæðina gagnvart orkupakkanum og berst fyrir innleiðingu hans.

Davíð tæklar það mál þannig í leiðara dagsins:

Bestu menn, sem óvænt hafa bitið í sig brus­selísk­una í þessu máli hafa jafn­vel notað það sem rök að þegar hafi verið höggvið í stjórn­ar­skrá lands­ins í fyrri áföng­um sama máls. Það skuli því bitna á þjóðinni nú að hún hafi látið ómerki­lega stjórn­mála­menn plata sig í tvígang áður. 

Sú rök­semd minn­ir á þekkt yf­ir­vald sem sat glaðbeitt á norðan­verðu land­inu forðum tíð. Marg­ar sög­ur bár­ust af því og fóru víða, og und­ir­tónn þeirra var gjarn­an gam­an­sam­ur. Yf­ir­valdið var enda alþekkt ljúf­menni sem valdi jafn­an mild­ustu leið sem fær var gagn­vart þeim saka­mönn­um sem rak á fjör­ur þess. Eitt sinn stefndi í það að hann dæmdi sveit­unga sinn til frels­is­svipt­ing­ar í tvo mánuði, skil­orðsbundið þó, sem vafa­lítið þótti að þétt­býl­is­dóm­ar­ar, fjar­læg­ari fólk­inu, hefðu tekið mun fast­ar á. 

En hinn ákærði var þó fjarri því að vera ánægður með silki­hanska sýslu­manns og þau úr­slit sem stefndi í. Hann sagðist hafa framið sams kon­ar brot tvisvar áður og ekki verið ákærður, hvað þá dæmd­ur fyr­ir þau. Sýslumaður horfði þreytu­leg­ur á kauða og sagði: „Þú færð einn fyr­ir viðleitni,“ sem virt­ist gleðja þann síðar­nefnda. En úr því dró nokkuð þegar sýslumaður bætti ein­um mánuði við dóm­inn og und­ir­ritaði hann svo. Eft­ir óvænta upp­rifj­un ákærða á „ein­beitt­um brota­vilja“ sín­um gat sýslumaður ekki „gleymt“ fyrri ávirðing­um eins og óvilj­andi við dóm­fell­ing­una.“