Bjarkey varin vantrausti

Vantrausttillaga Miðflokksins á hendur matvælaráðherra var felld á Alþingi nú í hádeginu, já sögðu 23 en nei sögðu 35. Einn greiddi ekki atkvæði, Jón Gunnarsson fv. ráðherra, og fjórir voru fjarstaddir.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra sakaði Miðflokkinn um að ala á sundrungu millum stjórnarflokkanna með tillögu sinni, enda snerist hún greinilega um það að reyna að koma ríkisstjórninni frá.