Bjarni ætlaði ekki að endurskipa Má en gerði það svo samt

Már Guðmundsson var seðlabankastjóri frá upphafi málsins þar til í sumar.

Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins hafði bæði gefið til kynna og sagt ýms­um frá að hann ætlaði sér ekki að end­ur­skipa Má Guðmunds­son sem seðlabankastjóra þegar að því kom árið 2014.

Frá þessu greinir Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fv. forsætisráðherra og seðlabankastjóri, í mögnuðu Reykjavíkurbréfi blaðsins í dag þar sem hann heldur áfram að baða forystu Sjálfstæðisflokksins upp úr tjöru og fiðri og svarar fornvini sínum Halldóri Blöndal fullum hálsi, en opið bréf Halldórs til Davíðs í vikunni, sætti miklum tíðindum svo sem kunnugt er.

Halldór hafði meðal annars gagnrýnt Davíð fyrir að hampa grein Jóns Hjaltasonar frumkvöðuls í Háspennu, þar sem kom fram hörð gagnrýni á Sjálfstæðisflokkinn. Hafði Jón m.a. gagnrýnt að Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki skipað Má Guðmundsson sem seðlabankastjóra einu sinni heldur tvisvar og taldi Halldór þar komna rangfærslu, þar sem það hefði aðeins gerst einu sinni.

Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins og fv. forsætisráðherra.

Davíð Oddsson segir:

„Þegar að þessu dró var ráðherr­ann stadd­ur fyr­ir norðan, senni­lega á Sigluf­irði, og hringdi í menn og upp­lýsti þá, og þar á meðal rit­stjóra Morg­un­blaðsins, að vegna óvænts flækj­u­stigs sem upp hefði komið (sem ekki verður farið út í hér) hefði hann ekki náð að gera breyt­ing­arn­ar sem hann hefði marg­boðað. Hann myndi því skipa Má og skip­un­ar­bréfið gæfi til kynna að það yrði til fimm ára. Hins veg­ar væri sam­eig­in­leg­ur skiln­ing­ur á því að skip­un­in stæði í hæsta lagi til eins árs.

Ekki voru endi­lega all­ir mjög trúaðir á þenn­an mála­til­búnað. En sam­kvæmt minn­ispunkt­un­um sagði ráðherr­ann efn­is­lega á þessa leið: Þessu mega menn treysta og Már ger­ir sér grein fyr­ir þessu og mun birta yf­ir­lýs­ingu sem í raun staðfest­ir það sem ég er að segja.

Og mikið rétt. Már banka­stjóri stóð við sitt.“

Rifjar ritstjórinn svo upp að seðlabankastjóri hafi í kjölfarið gefið út eft­ir­far­andi yf­ir­lýs­ingu:

„Fjár­mála- og efna­hags­ráðherra hef­ur í dag skipað mig í stöðu seðlabanka­stjóra til fimm ára. Í skip­un­ar­bréfi sínu vek­ur ráðherr­ann at­hygli á því að haf­in er vinna við heild­ar­end­ur­skoðun laga um Seðlabanka Íslands. Eins og áður hef­ur komið fram tel ég fulla þörf á þeirri end­ur­skoðun. Seðlabanki Íslands hef­ur lagt því verk­efni það lið sem hann get­ur og eft­ir hef­ur verið leitað. End­ur­skoðunin mun að mínu mati kalla á ein­hverj­ar breyt­ing­ar varðandi stjórn­skip­un bank­ans. Þar eru mis­mun­andi kost­ir í boði og ég get ekki spáð fyr­ir um hver end­an­leg ákvörðun Alþing­is verður í þeim efn­um. Hitt er mér ljóst að þær breyt­ing­ar gætu haft í för með sér að end­ur­ráðið yrði í yf­ir­stjórn bank­ans.

Ég tel í þessu sam­bandi rétt að upp­lýsa að ég hef í nokk­ur ár haft hug á að skoða mögu­leik­ann á að hverfa á ný til starfa er­lend­is áður en ald­urs­mörk hamla um of. Ég taldi ekki heppi­legt að gera það nú í ljósi ástands­ins og verk­efna­stöðunn­ar í Seðlabank­an­um auk fjöl­skylduaðstæðna. Þetta mun breyt­ast á næstu miss­er­um. Það er því óvíst að ég myndi sækj­ast eft­ir end­ur­ráðningu komi til slíks ferl­is vegna breyt­inga á lög­um um Seðlabanka Íslands á næstu miss­er­um.“

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra / Viljinn: Rúnar Gunnarsson.

Davíð segir að þannig hafi Már staðið við sitt, enda sé hann nú að ljúka seinna skipunartímabili sínu — til fimm ára, þrátt fyrir ofangreind fyrirheit Bjarna Benediktssonar.

„Eins og áður sagði stóð Már við sitt. Þannig að út­kom­an varð sú að fjár­málaráðherr­ann de facto skipaði Má tvisvar með því að standa ekki við yf­ir­lýs­ing­ar sín­ar. Eng­in skýr­ing hef­ur feng­ist á því,“ segir hann.

Og bætir við:

„Ef ekki hefði legið svona illa á Hall­dóri Blön­dal hefði hann ekki kallað á þessa dap­ur­legu upp­rifj­un,“ bætir hann við.