Bjarni stokkar upp í ráðherranefndum

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun tillögu Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra um skipan ráðherranefnda. Alls verða fimm ráðherranefndir starfandi og fækkar þeim þar með um þrjár frá fyrri skipan. Ekki verða starfandi sérstakar ráðherranefndir um íslenska tungu, jafnréttismál og málefni innflytjenda og flóttafólks heldur verður fjallað um þessi málefni í ráðherranefnd um samræmingu mála.

Þrjár ráðherranefndanna eru lögbundnar skv. ákvæðum laga um Stjórnarráð Íslands en það eru ráðherranefnd um ríkisfjármál, ráðherranefnd um efnahagsmál og ráðherranefnd um vísindi og nýsköpun.

Þar að auki verða starfræktar ráðherranefnd um loftslagsmál og ráðherranefnd um samræmingu mála er varða fleiri en eitt ráðuneyti.

Jafnframt gerði forsætisráðherra þá breytingu á fyrirkomulagi ríkisstjórnarfunda, að framvegis verða þeir haldnir kl. 8.15 á þriðjudagsmorgnum, en ekki 9.30 eins og verið hefur.

Nánar um ráðherranefndir