Blaðamaður Stundarinnar: Froðufellandi fasistar og útlendingahatarar

Freyr Rögnvaldsson blaðamaður.

„Staðan er svona: Miðflokkurinn og stuðningsfólk hans eru meira og minna froðufellandi fasistar. Þriðjungur þingmanna Íhaldsins er það líka og svo er kannski annar þriðjungur þjóðernissinnað íhald sem klappar með þegar hentar, þegar útlendingahatrið vellur upp úr kollegum þeirra. Ætli sömu hlutföll eigi ekki við um kjósendahópinn. Síðasti þriðjungurinn stendur meira og minna aðgerðarlaus og horfir á.“

Þetta segir Freyr Rögnvaldsson, blaðamaður á Stundinni, í færslu sem hann birtir á fésbókinni í dag. Þar fá allir flokkar og stuðningsmenn þeirra fyrir ferðina — nema Samfylkingin og Píratar.

„Sama má segja um Framsókn, það er þar á bæ bregst fólk ekki við mannhatrinu heldur lætur það óátalið, í flestum tilvikum. Þó held ég að óhætt sé að segja að þar séu ekki fasistar. Smá þjóðernissinnað íhald en ómennin eru annars staðar, í meginatriðum.

Ríkisstjórnin er því ýmist skipuð útlendingahöturum og rasistum 

VG er svo nokkurn veginn eins og klónn af Framsókn í þessum efnum, með örfáum heiðarlegum undantekningum.

Ríkisstjórnin er því ýmist skipuð útlendingahöturum og rasistum eða fólki sem snýr blinda auganu að slíkri hegðun og sýnir jafnvel dálæti sitt á kvenhatandi fasistunum í stjórnarandstöðu, Miðflokknum,“ segir hann.

Og lokaorð blaðamannsins eru þessi:

„Nú er kominn tími til að fólk taki sér stöðu. Tíminn og sagan mun dæma þá sem viljugir taka þátt í fasismanum gríðarlega hart, en ekki síður þá sem standa aðgerðarlausir hjá. Mannréttindi eru algild, fyrir alla.“